Undir heiðum himni
Og undir sólinni
Eins og fjöllin sit ég alltaf á sama staðnum
En sem skriðjökull
á ég það til að taka mér
Smá göngutúr
En við og við
Vil ég renna mér
Sem árnar og fljótin út í vötnin
Og stinga mér út í lónin

Það er ég
það er ég
Náttúran
Þar sem grasið grær
þar sem trén eru allstaðar
þar sem blómin vaxa mörg er mig að finna
Í þrastarhreiðri
Jafnt sem á hafsbotni
Inn í skógi uppí lofti útum allt
Því þar er ég
ég er hér og þar
á víð og dreif um óbyggðirnar
Að bæta mig og breytast

Það er ég
það er ég
Náttúran
Correct  |  Mail  |  Print  |  Vote

Undir Heidum Himni Lyrics

Pascal Pinon – Undir Heidum Himni Lyrics